Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Villi - 2.jpg

Vilhjálmur Ingi Sigurðarson

Blásarahópar (brass)

Blásarasamspilshópar eru fyrir nemendur sem leika á trompet, horn, básúnu eða túbu og lokið hafa grunnprófi. Hópurinn æfir á morgnana en þátttakendum gefst auk þess tækifæri á að taka þátt í vinnustofum í samtímatónlist, jóga og hlusta á tíma (masterklassa) hjá öðrum kennurum hátíðarinnar eftir hádegið.

Innifalið í verði eru dagleg hópkennsla hjá Vilhjálmi, lokatónleikar í Salnum, þátttaka í vinnustofu í samtímatónlist, þátttaka í jógatímum, fótboltamót og grillveisla.

Ókeypis aðgangur að öllum fyrirlestrum og tónleikum hátíðarinnar.

Verð 25.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

UM Vilhjálm Inga Sigurðarson

Vilhjálmur er fæddur á Akureyri árið 1980. Lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri vorið 2000.

Hann lærði á trompet við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðar við Tónlistarskóla Akureyrar. Vilhjálmur lauk blásara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003 Aðalkennari hans var Ásgeir Hermann Steingrímssson.Vilhjálmur fór sama ár í framhaldsnám í Tónlistarháskólann í Osló hjá Prófessor Jan Frederik Christiansen sem var 1. trompetleikari Fílharmoníusveitar Oslóar. Hann útskrifaðist með Cand magister gráðu vorið 2005. Vilhjálmur stundaði síðan Mastersnám við Sibelíusarakademíuna í Helsinki hjá prófessor Jouko Harjanne og Touko Lundell. Meðfram náminu í Helsinki lék hann m.a. með Óperuhljómsveitinni í Helsinki, Sinfóníuhljómsveit skólans og fleiri kammerhópum.

Vilhjálmur hefur spilað með fjölda hljómsveita og kammerhópa og hefur jafnframt reglulega komið fram sem einleikari, Hann var fulltrúi Íslands í keppni ungra norrænna einleikara árið 2004 í Osló þar sem keppendur voru frá öllum Norðurlöndunum. Af hljómsveitunum sem Vilhjálmur hefur spilað með má helst nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hann er lausráðinn, Hljómsveit Íslensku Óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammersveitinni Ísafold, Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit æskunnar og Ungfóníu. Hann hefur einnig tekið þátt í Óperustúdíói Austurlands og hefur sótt blásarasveitarnámskeið m.a. til Danmerkur og Finnlands á vegum Nomu (Nordisk Musik Union) Er svo meðlimur í brasshópnum Hexagon . Vilhjálmur hefur starfað sem hljóðfærakennari frá árinu 1999 við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónlistarskóla Eddu Borg og við Skólahljómsveit Vesturbæjar.

Hann starfaði við Tónlistarskólann á Akureyri frá árinu 2008-2013 ásamt því að vera stjórnandi kórs Menntaskólanns á Akureyri frá árinu 2011-2013. Hefur frá árinu 2013 starfað við Skólahljómsveit Austurbæjar og frá árinu 2014 við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.