Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

tonleikamynd1-2017.png

TÓNLEIKASAMKEPPNI TUF 2018

Sjöunda árið í röð efnir Tónlistarhátíð unga fólksins til samkeppni meðal ungra tónlistarmanna um að koma fram á tónleikum á hátíðinni í ágúst nk. í Salnum í Kópavogi.

Samkeppni um tónleikahald á Tónlistarhátíð unga fólksins 8.-19. ágúst 2018

Um keppnina

Tónlistarhátíð unga fólksins verður haldin í ellefta sinn í Kópavogi dagana 8.-19. ágúst 2018.

Eins og undanfarin ár verður efnt til samkeppni meðal ungra tónlistarmanna um að koma fram á tónleikum á hátíðinni. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2018. Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar í byrjun júlí 2018.

Sigurvegari/sigurvegarar koma fram á opnunartónleikum hátíðarinnar miðvikudaginn 8. ágúst 2018 í Salnum, Kópavogi. Sigurlaun eru 120.000 ISK, sem skiptast milli flytjenda, auk þess sem 70% af innkomu á tónleikunum (miðasala að frádregnum STEF-gjöldum) falla í hlut flytjenda.

Flytjandi/flytjendur sem hljóta 2. sæti koma fram á tónleikum í Salnum, Kópavogi, þriðjudaginn 14. ágúst 2018. 70% af innkomu á tónleikunum (miðasala að frádregnum STEF-gjöldum) falla í hlut flytjenda.

Ef spurningar vakna sendið línu á tonlistarhatid (hjá) gmail.com.

Reglur

  • Keppnin er opin tónlistarnemendum á háskólastigi og þeim sem lokið hafa háskólanámi í tónlist á síðstu 5 árum (þ.e. árið 2013 eða síðar).
  • Efnisskrá skal vera heildstæð, miða skal við 60-80 mín. af tónlist.
  • Skilyrði er að umsækjandi/umsækjendur hafi ekki flutt tónleikaefnisskrána áður á opinberum tónleikum hérlendis.

 

 


Sigurvegarar fyrri ára                            

2017: XX DUO Auður Edda Erlendsdóttir, klarínetta Gabriela Jílková, cimbalom

2017: XX DUO
Auður Edda Erlendsdóttir, klarínetta
Gabriela Jílková, cimbalom

2016: DUO STEINWAY                                Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla Steiney Sigurðardóttir, selló

2016: DUO STEINWAY                            
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Steiney Sigurðardóttir, selló

2015: Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló    

2015: Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
 
 

2014: HUNGRY DRAGON                                                     Kirstine Lindemann, blokkflauta Ásthildur Ákadóttir, píanó.    

2014: HUNGRY DRAGON                                                   Kirstine Lindemann, blokkflauta
Ásthildur Ákadóttir, píanó.
 
 

2013: BARTHOLDY QUARTET Tessa Ho, fiðla Lauren Fordner, fiðla Ricardo Gaspar, víóla Guðný Jónasdóttir, selló

2013: BARTHOLDY QUARTET
Tessa Ho, fiðla
Lauren Fordner, fiðla
Ricardo Gaspar, víóla
Guðný Jónasdóttir, selló

2012: QUARTET INEGAL Lucas Brunnert, fiðla                   Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla       Joachim Kelber, víóla                       Nica Brnic, selló

2012: QUARTET INEGAL
Lucas Brunnert, fiðla                   Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla       Joachim Kelber, víóla                       Nica Brnic, selló