Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Karen_flautunamskeid_2018.jpg

2018 - Karen Erla Karólínudóttir

Innifalið

 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín.) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara, kammermasterklass og lokatónleikar í Salnum.
 • Áheyrnaraðgangur að öllum kennslustundum á hátíðinni.
 • Þátttaka í hádegistónleikum (ef nemandi óskar).
 • Meðleikur.
 • Þátttaka í vinnustofum (hóptímar).
 • Þátttaka í jóga (hóptímar).
 • Fyrirlestrar.
 • Æfingaaðstaða í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Léttur hádegisverður.
 • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (opinberum tónleikum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.
Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Umsóknarfrestur til og með 3. júlí.

UM KAREN ERLU KARÓLÍNUDÓTTUR

Karen Erla Karólínudóttir lauk blásarakennaraprófi árið 2000 og einleikaraprófi ári síðar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þar vour aðalkennarar hennar Bernharður Wilkinsson og Hallfríður Ólafsdóttir. Karen hefur sótt fjölmörg námskeið til dæmis hjá William Bennet og Lornu McGhee. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af kennslu og hefur líka numið stjórnmálafræði og lýðheilsuvísindi.
 
Karen tekur virkan þátt í tónlistarlífinu og skipuleggur til að mynda starfsemi Íslenska flautukórsins. Hún hefur fengist við allan skala flautubókmentanna og leikið fjölbreytta kammertónlist meðal annars í samstarfi við Svan Vilbergsson gítarleikara. Þá hefur hún leikið með ýmsum hljómsveitum svo sem Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Blásarasveit Reykjavíkur.