Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Screen Shot 2015-06-28 at 11.33.04.png

Svava Bernharðsdóttir

Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, útskrifaðist með Fiðlukennarapróf og Burtfararpróf í víóluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982. Næsta vetur stundaði hún nám við Konunglega tónlistarháskólann í Hag, Hollandi undir leiðsögn Nobuko Imai. Haustið 1983 innritaðist hún í Juilliard skólann í New York. Kennarar hennar þar voru William Lincer og Karen Tuttle. Þaðan útskrifaðist Svava vorið 1989 með DMA gráðu (Doctor of Musical Arts). Næstu árin var Svava í Basel í Sviss og lagði stund á nám við leik gamallar tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Svava var uppfærslumaður víóludeildar Slóvensku fílharmóníunnar, Ljubljana, Slóveníu í 12 ár, kenndi þar við tónlistarháskólann, á sumarnámskeiðum og spilaði með kammerhópum. Sumarið 2006 fluttist Svava aftur til Íslands. Hún er aðstoðarleiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og Listaháskólann og spilar m.a. í Skálholtskvartettnum og Camerarctica. Svava hefur leikið einleik með hljómsveitum: Hindemith víólukonsertinn með Juilliard Symphony, Mozarts Sinfonia Concertante með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Bartók víólukonsertinn með Slóvensku fílharmóníunni. Tveir geisladiskar með leik Svövu hafa verið gefnir út: Svaviola og Svaviola II sem inniheldur íslensk víóluverk.