Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

DSC_7003.jpg

Strengjasveit

STRENGJASVEIT

Strengjasveitin er fyrir fiðlu-, víólu-, selló- og kontrabassaleikara sem lokið hafa grunnprófi eða eru í síðari hluta grunnnáms. Æft verður á morgnana og gefst þátttakendum tækifæri á að taka þátt í vinnustofum, jóga og hlusta á tíma (masterklassa) hjá öðrum kennurum hátíðarinnar eftir hádegið, auk þess sem frábær félagsaðstaða er fyrir krakkana í Molanum - þar sem er fótboltaspil, billjardborð, sófar og góður staður til að mynda ný vinatengsl.

INNIFALIÐ

  • Þátttaka í strengjasveit. Kennsla fer fram í Tónlistarskóla Kópavogs og Salnum, Kópavogi.
  • Þáttaka í hádegis- og lokatónleikum í Salnum.
  • Áheyrnaraðgangur að öllum kennslustundum á hátíðinni.
  • Þátttaka í vinnustofum (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Fyrirlestrar.
  • Æfingaaðstaða í Tónlistarskóla Kópavogs.
  • Léttur hádegisverður.
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (opinberum tónleikum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð 29.000 kr.
Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Umsóknarfrestur til og með 3. júlí.

UM Kristján Matthíasson

Kristján Matthíasson lauk fiðlukennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985. Framhaldsnám stundaði hann hjá Kati Sebestyen við Brabant Conservatorium Tilburg í Hollandi og lauk þaðan prófi árið 1991. Eftir heimkomuna hefur Kristján kennt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Árið 1996 var Kristján ráðinn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan. Einnig hefur hann leikið með Kammersveit Reykjavíkur, Hljómsveit íslensku óperunnar og fleirum. Kristján er meðlimur í Sardas Strengjakvartettinum.