Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Steinway dúettinn

sigurvegarar tónleikakeppni tuf 2016

Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Steiney sigurðardóttir, selló

FIMMTUDAGINN 4. ÁGÚST 2016 - KL. 20:00 | SALURINN, KÓPAVOGI

image1.JPG
 

efnisskrá

J. S. Bach
Sellósvíta nr. 6
   Allemande
   Courante

E. Ysaÿe
Sónata fyrir einleiksfiðlu nr. 2

A. Nordheim
Duplex fyrir fiðlu og selló

M. Ravel
Sónata fyrir fiðlu og selló

G. F. Händel / J. Halvorsen
Passacaglia

 

um flytjendur

Sólveig Steinþórsdóttir er fædd árið 1995. Hún hóf fiðlunám þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann. Á árunum 2008-2013 var hún nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Frá haustinu 2014 hefur hún stundað nám við Listaháskólann í Berlín, Universität der Künste Berlin, undir handleiðslu Eriku Geldsetzer. Sólveig hefur sótt fjölda meistaranámskeiða hér heima og erlendis, m.a. í Þýskalandi, Sviss, Bandaríkjunum og á Ítalíu. Hún hefur spilað fyrir marga virta fiðluleikara, þar á meðal Christian Tetzlaff, Ulf Hoelscher og Roland Vamos. Sólveig hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum árin 2009 og 2011 og á tónleikunum Ungir einleikarar árið 2013. Enn fremur hefur hún komið fram sem einleikari með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2010, á hátíðartónleikum á Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu árið 2013, á lokatónleikum á Internationale Sommerakademie Cervo á Ítalíu og með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins árið 2015. Í mars 2016 sótti Sólveig námskeið í Neustadt an der Weinstraße hjá Sebastian Schmidt og tók þar þátt í fiðlukeppni á vegum námskeiðsins og fékk 2. verðlaun.

Steiney Sigurðardóttir er fædd árið 1996. Hún hóf sellónám 5 ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni og var nemandi hans í átta ár við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún lauk framhaldsprófi vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Frá áramótum 2013 var Steiney nemandi Sigurgeirs Agnarssonar við Listaháskóla Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með burtfararpróf vorið 2015. Steiney hefur sótt fjölda námskeiða og má þar helst nefna Tónlistarhátíð unga fólksins, Djúpið, Tónlistarakademíuna í Hörpu, námskeið Ungsveitar Sínfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden. Hún hefur einnig sótt Meadowmount School of Music og Astona International. Steiney hefur spilað í opnum tímum hjá Erling Blöndal Bengtson, Clive Greensmith, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Wen Sin Yang, Troels Svane og Marko Ylönen. Steiney lék sellókonsert nr. 1 eftir C. Saint-Saëns á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Hörpu 2014. Þá lék hún sellókonsert Elgars með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2015. Steiney stundar nú nám við Tónlistarháskólann í Trossingen undir handleiðslu Francis Gouton.