Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

SIS-TUF2.jpg

Sigurður Ingvi Snorrason

SIGURÐUR INGVI KENNIR NÁMSKEIÐ Á KLARÍNETTU

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs. Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

UM SIGURÐ INGVA SNORRASON

Sigurður Ingvi Snorrason stundaði nám í klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg þaðan sem hann lauk prófi 21 árs gamall. Sigurður starfaði í Sinfóníuhljómsveit Íslands á árunum 1973–2012. Hann stjórnar eigin salonhljómsveit og er virkur sem einleikari og kammermúsikant. Þá stjórnaði hann uppbyggingu Tónlistarskóla F.Í.H. og var skólastjóri skólans fyrstu 8 árin. Sigurður kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík.