Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Screen Shot 2015-06-28 at 14.19.52.png

Áshildur Haraldsdóttir

Um Áshildi Haraldsdóttur

Áshildur Haraldsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sautján ára. Hún lauk BM – prófi með hæstu einkun í hljóðfæraleik frá The New England Conservatory Of Music, og Masters- prófi frá Juilliard. Hún varð fyrsti flautuleikarinn til að komast inn í Konservatoríið í París í nám í svokölluðum “Cycle de Perfectionnement”.

Hún hefur unnið til fyrstu verðlauna í “The New England Conservatory Commencement Competition”, “The Annual James Pappoutsakis Memorial Fund Competition” og “The International Young Concerts Artists Competition of Royal Tunbridge Wells”. Hún hefur einnig hlotið verðlaun í “Flute d´Or” í Frakklandi og í “Syrinx” á Ítalíu. Áshildur var fulltrúi Íslands á Tvíæring ungra norrænna einleikara.

Áshildur Haraldsdóttir hefur meðal annars komið fram sem einleikari með Indian Hill Chamber Orchestra, Kammersveit Reykjavíkur , Sinfóníuhljómsveit Íslands, Oskarshamn Symphony Orchestra, Camerata Roman, Umea Symphony Orchestra. Filharmonica del Bajio, London Region Symphonia, KwaZulu-Natal Philharmonic , Musica Vitae, Il Solisti Veneti og Norbottons Kammarorchester og Royal Chamber Orchestra Tokyo.

Áshildur komið fram á einleikstónleikum í fjórum heimsálfum, t.d.  í Lincoln Center og Barbican Center. Áshildur hefur leikið í útvarpi og sjónvarpi í Bandaríkjunum, á öllum Norðurlöndunum og í Frakklandi og oftsinnis á BBC. Áshildur hefur margsinnis frumflutt íslensk verk heima og erlendis og eru íslensk verk oft á efnisskrá hennar.

Áshildur hefur hljóðritað fjóra einleiks-geisladiskana  fyrir sænska útgáfufyrirtækið Intim Musik og einn einleiksdisk fyrir Spor. Áshildur hefur einnig leikið kammermúsík inn á diska fyrir ITM og franska útgáfufyrirtækið Timpani. „Tónamínútur“, tvöfaldur með flaututónlist Atla Heimis Sveinssonar, var gefinn út af  Smekkleysu og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Árið 2010 var Áshildur sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar. Áshildur er fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Áshildur kennir á flautunámskeiði

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs og í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs (píanókennsla). Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist eða spuna (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.)

Verð: 39.000 ISK