Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Spilandi ) í lit.jpg

Þórunn Ósk Marinósdóttir

ÞÓRUNN KENNIR NÁMSKEIÐ Á VÍÓLU

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs. Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

UM ÞÓRUNNI ÓSK MARINÓSDÓTTUR

Þórunn Ósk Marinósdóttir er leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og víólukennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Þórunn er fædd og uppalin á Akureyri þar sem hún stundaði fiðlunám hjá Lilju Hjaltadóttur. Hún fór þaðan beint til framhaldsnáms í víólu við Konunglega Tónlistarháskólann í Brussel hjá Ervin Schiffer.

Í Belgíu starfaði hún sem leiðari í kammersveitinni Prima la Musica og Sebastian Strings og starfaði einnig um tíma með I Fiamminghi. Með þeim spilaði hún í Niðurlöndum ásamt því að ferðast með þeim um Skandinavíu og Asíu.

Þórunn er reglulegur gestur á kammerhátíðum ásamt því að kenna á sumarnámskeiðum eins og Alþjóðlegu Tónlistarakademíunni í Hörpu og Tónlistarhátíð unga fólksins.

Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Prima la Musica í Belgíu og Sumida Triphony Hall Orchestra í Tokyo.

Plötuútgáfan Smekkleysa hefur gefið út upptökur með leik Þórunnar af verkum Hafliða Hallgrímssonar Ombra, konsert fyrir víólu og strengjasveit (með Kammersveit Reykjavíkur) og Dagbókarbrot fyrir víólu og píanó (með Steinunni Birnu Ragnarsdóttur). Einnig hefur hún leikið inn á fjölda geisladiska með kammerverkum, oftast undir merkjum Kammersveitar Reykjavíkur.