Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

DSC_8016.jpg

Örnólfur Kristjánsson

STRENGJASVEIT

Strengjasveitin er fyrir fiðluleikara, víóluleikara, selló og kontrabassaleikara sem lokið hafa grunnprófi. Æft verður á morgnana og gefst þátttakendum tækifæri á að taka þátt í vinnustofum, jóga og hlusta á tíma (masterklassa) hjá öðrum kennurum hátíðarinnar eftir hádegið.

Innifalið í verði eru lokatónleikar í Salnum, þátttaka í vinnustofum, þátttaka í jóga, fótboltamót og grillveisla.

Ókeypis aðgangur að öllum fyrirlestrum og tónleikum hátíðarinnar.

Verð: 29.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

UM ÖRNÓLF KRISTjÁNSSON

Örnólfur Kristjánsson lærði hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan hjá Channing Robbins, Paul Tobias og Timothy Eddy í New York. Fyrir utan að vera mjög virkur sellóleikari hefur hann einbeitt sér að Suzukikennslu og tónlistaruppeldi ungra sellóleikara í 25 ár. Hann hlaut þjálfun í Suzukikennslufræðum hjá Hauki F. Hannessyni og Ruben Rivera.