Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Screen Shot 2015-06-28 at 13.39.05.png

Peter Máté

Innifalið

 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín.) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer fram í Tónlistarskóla Kópavogs og Salnum í Kópavogi.
 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara, kammermasterklass og lokatónleikar í Salnum.
 • Áheyrnaraðgangur að öllum kennslustundum á hátíðinni.
 • Þátttaka í hádegistónleikum (ef nemandi óskar).
 • Meðleikur.
 • Þátttaka í vinnustofum (hóptímar).
 • Þátttaka í jóga (hóptímar).
 • Fyrirlestrar.
 • Æfingaaðstaða í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Léttur hádegisverður.
 • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (opinberum tónleikum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.
Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Umsóknarfrestur til og með 3. júlí.

Um Peter Máté

Peter Máté er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Rožňava í Tékkóslóvakíu. Hann hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990.

Peter stundaði píanónám frá ungum aldri en lauk einleikara- og kennaramastersgráðu frá Tónlistarakademíunnni í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu á árunum 1986 og 1989. Hann hefur komið fram sem einleikari með mörgum helstu hljómsveitum heimalands síns en einnig með Útvarpshljómsveitinni í Berlín og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2012 frumflutti Peter píanókonsert Jóns Ásgeirssonar ásamt Sinfoníuhljómsveit Norðurlands.

Hann hefur haldið marga einleikstónleika og tekið þátt í kammertónleikum (Tríó Reykjavíkur, Kammertríó Kópavogs, o.fl.) víða á Íslandi og farið í tónleikaferðir til Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna auk Austur-Evrópulanda.

Peter kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur einnig kennt masterklassa við fjölda erlendra háskóla og tónlistarskóla á Íslandi auk þess sem hann hefur tekið að sér dómarastörf í píanókeppnum.

Út hafa komið nokkrir hljómdiskar með leik Peters, bæði sem einleikara og með öðrum.