Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Birna.JPG

Birna Hallgrímsdóttir

Innifalið

 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín.) með kennara og  lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer fram í Tónlistarskóla Kópavogs og Salnum í Kópavogi.
 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsík-kennara, kammermasterklass og lokatónleikar í Salnum.
 • Áheyrnaraðgangur að öllum kennslustundum á hátíðinni.
 • Þátttaka í hádegistónleikum (ef nemandi óskar).
 • Meðleikur.
 • Þátttaka í vinnustofum (hóptímar).
 • Þátttaka í jóga (hóptímar).
 • Fyrirlestrar.
 • Æfingaaðstaða í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Léttur hádegisverður.
 • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (opinberum tónleikum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.
Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Umsóknarfrestur til og með 3. júlí.

Um Birnu Hallgrímsdóttur

Birna Hallgrímsdóttir er fædd árið 1982. Hún lauk bakkalár gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og meistaraprófi frá Royal College of Music í London árið 2009 auk þess að hafa stundað nám við tónlistarháskóla í Kuopio í Finnlandi og Stavanger í Noregi. Helstu kennarar Birnu voru Peter Máté, Kirsti Huttunen, Hakon Austbo, Ian Jones, Gordon Fergus-Thompson og Lilly Reiburn.

Birna er virk í íslensku tónlistarlífi og hefur komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár. Hún lék debut tónleika sína í Salnum í Kópavogi í júní 2009 og Grieg píanókonsertinn með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í nóvember 2010.  Hún hefur verið virkur þátttkandi í tónleikum sem haldnir eru í Hörpu á vegum Classical Concert Company Reykjavík frá árinu 2010. Á árinu 2014 fékk Birna styrk frá Félagi íslenskra tónlistarflytjenda til tónleikahalds á landsbyggðinni og lék einleikstónleika í Hömrum á Ísafirði, Hverargerðiskirkju og í Laugarborg í Eyjarfirði. Sama ár lék hún einleikstónleika í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Þann 1. apríl 2016 kom Birna fram sem einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hún lét Jeux d´eau eftir Ravel.  Haustið 2016 gaf Birna út geisladiskinn Krot sem inniheldur íslensk einsöngslög ásamt Rannveigu Káradóttur sópran.

Birna er verðlaunahafi í Epta píanókeppninni á Íslandi og var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2011. Á námsárunum hlaut hún Menningarstyrk Valitors, Styrk frá minningarsjóði Karls Sighvatssonar auk þess sem hún hefur tvívegis hlotið styrk um minningu Birgi Einarson apótekara.

Síðastliðin ár hefur Birna kennt við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónmenntaskóla Reykjavikur og Listaháskóla Íslands.