Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Screen Shot 2015-04-16 at 21.31.14.png

Pia Eva Greiner-Davis

UM PIU EVU GREINER-DAVIS

Pia Eva Greiner sellóleikari lauk nýverið doktorsgráðu frá Háskólanum í Michigan þar sem hún stundaði nám hjá einum helsta sellókennara vestanhafs, Prófessor Richard Aaron. Pia hefur unnið til margvíslegra verðlauna í tónlistarkeppnum í heimalandi sínu, Hollandi og leikið með hljómsveitum þar og í Evrópu á meðan hún stundaði nám þar, hjá Jan-Ype Nota og Michel Strauss.

Pia Eva hlaut Fulbright styrk til þess að stunda nám í Ameríku, þar sem hún var í fimm ár. Á þeim tíma hélt hún fjölda tónleika innan skólans og utan, lék mikið með kennurum skólans og var einn meðlima Michigan Chamber Players. Pia var einnig aðstoðarkennari við skólann, þar sem hún leiðbeindi yngri sellónemendum.

Að námi loknu flutti Pia Eva heim til Hollands þar sem hún er leiðandi sellóleikari Camerata Ardesko og einn af meðlimum Ardesko strengjakvartettsins. Hún er einnig að undirbúa tónleikaefnisskrá með umritunum á sönglögum og sónötum eftir Brahms fyrir hljóðritun. Pia hlakkar til þess að kenna í annað skiptið á Tónlistarhátíð Unga Fólksins þar sem henni var afar vel tekið af nemendum árið 2012. Sumarið 2013 var Pia kennari og flytjandi á Luzerne tónlistarhátíðinni í New York.

Pia Kennir námskeið á Selló

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs og í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs (píanókennsla). Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist eða spuna (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.)

Verð: 39.000 ISK