Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

NÁMSKEIÐ

HLJÓÐFÆRA- OG KAMMERNámskeið fyrir nemendur sem lokið hafa miðprófi / Eru að ljúka miðnámi

SAMSPILSNÁMSKEIÐ FYRIR NEMENDUR SEM HAFA LOKIÐ GRUNNPRÓFItónlistarnámskeið TUF

Hljóðfæra- og kammernámskeið                       39.000 kr.
Innifalið: Þrír einkatímar, meðleikur, þrír tímar hjá kammerkennara, vinnustofa í samtímatónlist, jóga, tónleikar,
ókeypis aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar.

Strengjasveit                                                            29.000 kr.
Innifalið: Dagleg hópkennsla, vinnustofa í samtímatónlist, jóga, tónleikar, ókeypis aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar.

Blásarahópar                                                           25.000 kr.
Innifalið: Dagleg hópkennsla, vinnustofa í samtímatónlist, jóga, tónleikar, ókeypis aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar.

Í sumar verður boðið upp á fjölmörg námskeið fyrir ungt tónlistarfólk á aldrinum 8 til 35 ára eða fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi allt að háskólanámi í tónlist. 

Á hátíðinni mæta nemendur í sína hljóðfæratíma og/eða kammertíma og gefst kostur á að æfa sig í Tónlistarskóla Kópavogs þess á milli. Sjálfstæðar æfingar kammerhópa fara líka fram þar. Léttur hádegisverður verður til sölu í Molanum, en þar er samkomustaður allra þátttakenda. Allir nemendur geta auk þess sótt jógatíma, fyrirlestra og vinnustofur og eru hvattir til þess. Námskeið hefjast 9. ágúst og seinustu tónleikar eru 20. ágúst. Allir þátttakendur fá tónleikapassa sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2017. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða teknar til athugunar. Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur af námskeiðsgjöldum.