Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Dagný mynd.jpg

Dagný Marinósdóttir

Dagný kennir námskeið á þverflautu

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs. Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsík-kennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

Um Dagnýju

Dagný Marinósdóttir lauk blásarakennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2002 þar sem aðalkennarar hennar voru Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir. Dagný hefur sótt einkatíma og námskeið víða, m.a. hjá Manuelu Wiesler, William Bennett, Wissam Boustany, Peter Lloyd og Toke Lund Christiansen.


Dagný er virk í íslensku tónlistarlífi og hefur spilað með ýmsum hljómsveitum og hópum, m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska flautukórnum, Hljómsveit íslensku óperunnar og í leikhúsum landsins. Hún starfar við tónlistarkennslu í Skólahljómsveit Kópavogs og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Dagný hefur gefið út kennslubækur í þverflautuleik.