Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

005_forsida.JPG

NÁMSKEIÐ


Auk einka- og/eða hóptíma sækja nemendur vinnustofur, fyrirlestra, masterklassa og fylgjast með kennslustundum annarra nemenda. Sérstök áhersla er lögð á að efla líkams- og sjálfsvitund nemenda með kennslu í æfingatækni og líkamsbeitingu fyrir tónlistarfólk. Þá vinna nemendur einnig sjálfstætt á hátíðarsvæðinu, einir eða með öðrum, en nemendum stendur til boða æfingaaðstaða í Tónlistarskóla Kópavogs alla daga sem hátíðin stendur yfir. Félagsaðstaða og samkomustaður fyrir nemendur er í Molanum, ungmennahúsi.

Tónleikahald er mikilvægur þáttur í starfi TUF og eru á annan tug tónleika á dagskrá hátíðarinnar. Allir nemendur fá tækifæri til að koma fram í Salnum, auk þess sem þeim gefst kostur á að sækja tónleika með lengra komnum nemendum og atvinnumönnum.

Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2018. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða teknar til athugunar.

Hljóðfæra- og kammertónlistarnámskeið
Ætluð nemendum sem lokið hafa miðprófi eða eru í síðari hluta miðnáms.
Verð: 39.000 kr.

Strengjasveit
Ætluð nemendum sem lokið hafa grunnprófi eða eru í síðari hluta grunnnáms.
Verð: 29.000 kr.

Blásarasveit
Ætluð nemendum sem lokið hafa grunnprófi eða eru í síðari hluta grunnnáms.
Verð: 25.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur af námskeiðsgjöldum.