Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Melkorka3_p.jpg

Melkorka Ólafsdóttir

MELKORKA KENNIR NÁMSKEIÐ Á ÞVERFLAUTU

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs. Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

UM MELKORKU ÓLAFSDÓTTUR

Melkorka Ólafsdóttir stundaði flautunám á Íslandi hjá Bernharði Wilkinssyni, Hallfríði Ólafsdóttur og Maríu Cederborg. Hún lauk prófum frá Listaháskóla Íslands og Konservatoríunum í Haag og Amsterdam. Þá stundaði hún meistaranám við Guildhall School of Music and Drama í London og hlaut þar James Galway verðlaunin. Um árabil sótti hún tíma til Patrick Gallois í París og lauk hjá honum Premier Prix og Prix de Exellence prófum með hæstu einkunn.

Melkorka hefur leikið með ýmsum hljóðfærahópum, þar á meðal Orkester Norden, Blásarakvintett Reykjavíkur, Caput, Fílharmóníuhljómsveit Lundúna, Het Nieuw Ensemble, Rotterdam Fílharmóníuhljómsveitinni og Concertgebouw hljómsveitinni. Hún var einn stofnenda kammersveitarinnar Ísafoldar og hefur frá árinu 2006 sinnt afleysingum í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Síðustu misseri hefur hún leikið fyrstu flautu í hljómsveit Íslensku óperunnar. Árin 2011-2013 sinnti hún leiðarastöðu í Hyogo Performing Arts Center Orchestra í Japan.

Melkorka hefur haldið einleikstónleika í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Hún hreppti fjórða sæti í hinni alþjóðlegu Carl Nielsen keppni árið 2010. Melkorka hefur komið fram sem einleikari með ýmsum sveitum, t.d. Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Óðinsvéa, Hyogo Performing Arts Center Orchestra og Sinfóníuhljómsveit Íslands í þrígang. Í janúar 2016 frumflutti hún flautukonsertinn Gullský, eftir Áskel Másson, sem skrifaður var sérstaklega fyrir hana, en flutningurinn hlaut mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda. Í desember 2014 gaf hún út geislaplötu með 12 einleiksfantasíum Georg Philip Telemann, sem hún lék á Abel viðarflautu. Diskurinn var tilnefndur sem besta hljómplata ársins í flokki sígildrar tónlistar.