Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Screen Shot 2015-07-05 at 06.19.39.png

Guja Sandholt

Um Guju SAndholt

Guja Sandholt söngkona og jógakennari býr og starfar í Amsterdam í Hollandi. Síðastliðin ár hefur hún komið víða fram sem einsöngvari í Hollandi og víðar í verkum á borð við Mattheusarpassíuna og Kaffikantötuna eftir Bach, Messías e. Händel, Messu í C-dúr eftir Beethoven, Requiem eftir Mozart og Duruflé, Stabat Mater eftir Dvorak og Abos og Les Noces eftir Stravinsky.

Guja sækir reglulega einkatíma hjá Charlotte Margiono en hún lauk einnig námi frá Guildhall School of Music and Drama 2007, Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg árið 2010 og Konservatoríinu í Utrecht 2013 þar sem aðalkennari hennar var Jón Þorsteinsson. Meðan á námi stóð stundaði hún einnig jógakennaranám hjá Triyoga jógastúdíóinu í London og skrifaði mastersritgerð um hvernig jóga gæti komið tónlistarfólki að gagni. Hún hefur kennt jóga við alþjóðlegu sumarakademíuna við Mozarteum í Salzburg og Við Djúpið á Ísafirði sem og að kenna tónlistarnemum í Hollandi. Guja stundaði frekara jóganám hjá Leo Peppas í yogayoga-stúdíóinu í Amsterdam og lauk þaðan sómatískri jógaþjálfun. Hún hefur einnig sinnt kennslu í kjölfarið hjá yogayoga.

Í jógatímunum mun Guja leiða nemendur í gegnum ýmsar æfingar þar sem unnið verður með tengsl hugar og líkama, öndun, þyngdaraflið og flæði. Takmarkið er að nemendur uppgötvi hversu mikið jóga getur komið að gagni í lífi og leik hvers tónlistarmanns.

Guja kennir Jóga

Best er að vera í léttum klæðnaði í jóganu. Jógað fer fram í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

6. ágúst     kl. 16.15 - 17.00

7. ágúst     kl. 16.15 - 17.00

10. agúst     kl. 16.15 - 17.00

11. ágúst     kl. 16.15 - 17.00

12. ágúst     kl. 16.15 - 17.00

13. ágúst     kl. 16.15 - 17.00

14. ágúst     kl. 16.15 - 17.00