Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Mynd Grímur.jpg

Grímur Helgason

Innifalið

 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín.) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara, kammermasterklass og lokatónleikar í Salnum.
 • Áheyrnaraðgangur að öllum kennslustundum á hátíðinni.
 • Þátttaka í hádegistónleikum (ef nemandi óskar).
 • Meðleikur.
 • Þátttaka í vinnustofum (hóptímar).
 • Þátttaka í jóga (hóptímar).
 • Fyrirlestrar.
 • Æfingaaðstaða í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Léttur hádegisverður.
 • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (opinberum tónleikum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.
Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Umsóknarfrestur til og með 3. júlí.

UM GRÍM HELGASON

Grímur Helgason nam klarinettuleik hjá Sigurði I. Snorrasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Einari Jóhannessyni í Listaháshóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 2007. Hann hlaut við námslok brautargengi í keppninni Ungum einleikurum og hlaut einnig styrk úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Á násmsárum sínum var Grímur jafnframt einn stofnfélaga Kammersveitarinnar Ísafoldar. Grímur nam ennfremur við Conservatorium van Amsterdam hjá Hans Colbers og lauk þaðan M.Mus prófi vorið 2011.

Grímur hefur komið nokkuð víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sem kammermúsíkant, hljómsveitarspilari, flytjandi nýrrar tónlistar og klarinettukennari. Meðal hljómsveita og tónlistarhópa sem hann hefur leikið með undanfarin ár má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Stirni ensemble, Kúbus og Kammersveit Reykjavíkur auk samstarfs við fjölbreyttan hóp tónskálda og framsækinna tónlistarmanna.