Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Melkorka3_p.jpg

Jóga

JÓGA

Þegar við lærum tónlist gleymum við því stundum að í því felst fleira en að æfa sig á hljóðfærið sjálft. Líkaminn er nefnilega hluti af hljóðfærinu okkar. Til þess að verða gott tónlistarfólk er mikilvægt að rækta líkamann og andann. Hljóðfæraæfingar geta verið mikið og einæft álag og þess vegna er gott að kunna æfingar sem stuðla að liðleika og styrk og geta komið í veg fyrir meiðsli. 

Jóga er einstaklega gott fyrir tónlistarfólk. Ekki bara vegna þess að það þjálfar líkamann. Jóga kennir okkur að hafa góða stjórn á andardrættinum og auka einbeitingu. Það getur líka hjálpað okkur mikið að eiga við stress og álag. Fátt fer jafn vel með hljóðfæraæfingum og jóga. Svo er það líka svo skemmtilegt! Verið velkomin í jóga!

UM MELKORKU ÓLAFSDÓTTUR

Melkorka Ólafsdóttir stundaði flautunám á Íslandi hjá Bernharði Wilkinssyni, Hallfríði Ólafsdóttur og Maríu Cederborg. Hún lauk prófum frá Listaháskóla Íslands og Konservatoríunum í Haag og Amsterdam. Þá stundaði hún meistaranám við Guildhall School of Music and Drama í London og hlaut þar James Galway verðlaunin. Um árabil sótti hún tíma til Patrick Gallois í París og lauk hjá honum Premier Prix og Prix de Exellence prófum með hæstu einkunn.

Melkorka hefur leikið með ýmsum hljóðfærahópum, þar á meðal Orkester Norden, Blásarakvintett Reykjavíkur, Caput, Fílharmóníuhljómsveit Lundúna, Het Nieuw Ensemble, Rotterdam Fílharmóníuhljómsveitinni og Concertgebouw hljómsveitinni. Hún var einn stofnenda kammersveitarinnar Ísafoldar og hefur frá árinu 2006 sinnt afleysingum í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Síðustu misseri hefur hún leikið fyrstu flautu í hljómsveit Íslensku óperunnar. Árin 2011-2013 sinnti hún leiðarastöðu í Hyogo Performing Arts Center Orchestra í Japan.

Melkorka hefur haldið einleikstónleika í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Hún hreppti fjórða sæti í hinni alþjóðlegu Carl Nielsen keppni árið 2010. Melkorka hefur komið fram sem einleikari með ýmsum sveitum, t.d. Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Óðinsvéa, Hyogo Performing Arts Center Orchestra og Sinfóníuhljómsveit Íslands í þrígang. Í janúar 2016 frumflutti hún flautukonsertinn Gullský, eftir Áskel Másson, sem skrifaður var sérstaklega fyrir hana, en flutningurinn hlaut mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda. Í desember 2014 gaf hún út geislaplötu með 12 einleiksfantasíum Georg Philip Telemann, sem hún lék á Abel viðarflautu. Diskurinn var tilnefndur sem besta hljómplata ársins í flokki sígildrar tónlistar.