Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

IMG_0074.JPG

Jane Sutario

UM JANE

Jane Ade Sutarjo fæddist í Jakarta í Indónesíu árið 1989. Hún hóf tónlistarnám ung að aldri, fyrst á píano og síðar á fiðlu. Píanónámið hóf hún hjá móður sinni, Marthalenu Sugito en hlaut siðan kennslu hjá Vanda Tiodang og Fabiola Chianiago. Fiðlunám stundaði Jane hjá Grace Sudargo og Sharon Eng þar til hún flutti til Íslands haustið 2008. Jane er fyrsti einstaklingurinn sem hefur lokið einleikaranámi á bæði fiðlu og píano frá Listaháskóla Íslands. Á fiðlu lærði hún hjá Guðnju Guðmundsdóttur og á píano hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté.

Síðan Jane kom til Íslands hefur hún verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi. Hún hefur komið víða fram bæði sem kammertónlistarmaður og sem einleikari, má þar til dæmis nefna að hún lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2011 og árið 2014 hélt hún debut tónleika sína í Salnum í Kópavogi. Hún hefur tekið þátt í píanókeppnum bæði hér á Íslandi og erlendis. Hún vann 1. Sæti í 5. EPTA píanó kepninni á Íslandi árið 2012.

Eftir að hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2012 hefur hún kennt á píano við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskólan í Grafarvogi, og auk þess að starfa sem meðleikari.
Um
þessar mundir stundar Jane nám við Norges Musikkhogskole undir leiðsögn Jens Harald Bratlie.