Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

10704175_10152772613614665_7616564724919318788_n (1).jpg

Guðrún Dalía Salómonsdóttir

GUÐRÚN DALÍA KENNIR NÁMSKEIÐ Á  PÍANÓ

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs og í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

UM GUÐRÚNU DALÍU Salómonsdóttir

Guðrún Dalía Salómonsdóttir stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík áður en hún hélt til Þýskalands í framhaldsnám. Hún útskrifaðist árið 2007 frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart og stundaði eftir það framhaldsnám í París hjá Thérèse Dussaut.

Guðrún Dalía hefur verið iðin við tónleikahald undanfarin ár, sem einleikari, í kammermúsík og ekki síst með söngvurum. Hún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, þ.á.m. 1. verðlaun í píanókeppni EPTA í Salnum 2006. Út hafa komið tveir söngdiskar með leik Guðrúnar, Sönglög Jórunnar Viðar með Helgu Rós Indriðadóttur sópransöngkonu árið 2009 og Gekk ég aleinn, lög Karls Ottós Runólfssonar með KÚBUShópnum árið 2014.

Guðrún Dalía starfar sem meðleikari og píanókennari við Tónlistarskóla Garðabæjar.