Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Screen Shot 2015-06-27 at 08.20.53.png

Auður Hafsteinsdóttir

Innifalið

 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín.) með kennara og  lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsíkkennara, kammermasterklass og lokatónleikar í Salnum.
 • Áheyrnaraðgangur að öllum kennslustundum á hátíðinni.
 • Þátttaka í hádegistónleikum (ef nemandi óskar).
 • Meðleikur.
 • Þátttaka í vinnustofum (hóptímar).
 • Þátttaka í jóga (hóptímar).
 • Fyrirlestrar.
 • Æfingaaðstaða í Tónlistarskóla Kópavogs.
 • Léttur hádegisverður.
 • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (opinberum tónleikum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.
Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Umsóknarfrestur til og með 3. júlí.

Um Auði Hafsteinsdóttur

Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983 aðeins 17 ára gömul. Hún lauk B.M. gráðu með hæstu einkunn frá New England Conservatory í Boston árið 1987 og Master of Music gráðu hjá hinum virtu Almitu og Roland Vamos árið 1991.

Auður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Árið 1985 fékk hún C.D. Jackson verðlaunin sem framúrskarandi strengjaleikari á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Tanglewood og árið 1988 fyrstu verðlaun í The Schubert Competition. Árið 1991 var Auður valin borgarlistamaður Reykjavíkurborgar til þriggja ára og árið 1996 voru henni úthlutuð listamannalaun til þriggja ára frá menntamálaráðuneytinu.

Auður var meðlimur í NEC Honors Quartet og NEC Modern Music Ensemble. Hún var jafnframt konsertmeistari Minnesota Opera.

Auður hefur komið víða fram sem einleikari og í kammermúsik á alþjóðlegum vettvangi, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Kína og víða í Evrópu. Hún hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum hérlendis og erlendis. Auður er einn af stofnendum pianótríósins Trio Nordica og er einnig meðlimur í Caput nútímatónlistarhópnum. Hún var listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar árin 2011 og 2012.

Auður hefur leikið inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki m.a. Tutl, Japis, King records, GM redords og Naxos. Hún hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Auður vinnur nú að geisladisk með íslenskri fiðlutónlist frá árunum 1940-2010.

Auður hefur í mörg ár starfað sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Nemendur hennar þar hafa í gegnum árin unnið keppnir, verið í fremstu röð og komist að í þekktum erlendum háskólum.

Auður hefur að undanförnu helgað sig kennslu enn frekar. Auk framangreindra skóla kennir hún einnig við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskólann í Grafarvogi og Tónlistarskóla Kópavogs.