Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Píanótónleikar - Elín Arnardóttir

Elín Arnardóttir, píanó

FÖSTUDAGINN 5. ÁGÚST 2016 - KL. 20:00 | SALURINN, KÓPAVOGI

Elín mynd1.jpg
 

efnisskrá

J. S. Bach
Ensk svíta nr. 3 í g-moll
   Prelude
   Allemande
   Courante
   Sarabande
   Gavotte I
   Gavotte II
   Gigue

Leifur Þórarinsson
Barnalagaflokkur
   Preludium
   Sofandaháttur
   Skopparakringlan
   Aukalag
   Stríðni

F. Schubert
Impromptu op. 90
   Nr. 1 í c-moll
   Nr. 2 í Es-dúr
   Nr. 3 í Ges-dúr
   Nr. 4 í As-dúr

 

Elín Arnardóttir (1992) hóf píanónám þriggja ára að aldri við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Hönnu Valdísar Guðmundsdóttur. Ellefu ára gömul fékk Elín inngöngu í Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði þar nám undir handleiðslu Peters Máté. Árið 2009 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og var aðalkennari hennar þar Peter Máté. Samhliða námi við LHÍ stundaði hún menntaskólanám við Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk stúdentsprófi vorið 2011.

Elín hefur þrisvar sinnum unnið til verðlauna í píanókeppni EPTA á Íslandi, fyrstu verðlaun í flokki framhaldsnáms árið 2006, þriðju og önnur verðlaun í flokki háskólanáms árin 2009 og 2012. Hún lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012 í Hörpu þegar hún sigraði, ásamt þremur öðrum, keppnina Ungir Einleikarar.

Elín lauk nýlega MMus námi í "piano performance & literature" við Brandon University í Kanada þar sem hún hlaut fullan skólastyrk. Hún hefur hlotið ýmsa námsstyrki, þar á meðal úr styrktarsjóði Halldórs Hansen og Minningarsjóði um Birgi Einarsson.