Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Ármann.jpg

Ármann Helgason

BLÁSARAHÓPAR (tréblásarar)

Blásarasamspilshópar eru fyrir nemendur sem leika á flautur, óbó, klarinett og fagott sem lokið hafa grunnprófi. Hóparnir æfa á morgnana en þátttakendum gefst auk þess tækifæri á að taka þátt í vinnustofum í samtímatónlist, jóga og hlusta á tíma (masterklassa) hjá öðrum kennurum hátíðarinnar eftir hádegið.

Innifalið í verði eru dagleg hópkennsla hjá Ármanni, lokatónleikar í Salnum, þátttaka í vinnustofu í samtímatónlist, þátttaka í jógatímum, fótboltamót og grillveisla.

Ókeypis aðgangur að öllum fyrirlestrum og tónleikum hátíðarinnar.

Verð 25.000 kr.

Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.

 

UM ÁRMANN HELGASON

Ármann Helgason, klarinettuleikari, hefur átt fjölbreyttan feril sem einleikari, kammermúsíkant og hljómsveitarspilari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, kammerhópnum Camerarctica og ýmsum öðrum hópum, m.a. Caput, Hnúkaþey og færeyska kammerhópnum Aldubáran. Ármann stundaði nám í klarinettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og í London og París. Ármann var valinn bæjarlistamaður Garðabæjar árið 1997 og hlaut TónVakaverðlaun Ríkisútvarpsins árið 1995 og kom þá fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem hann hefur hlotið starfslaun listamanna til þess að sinna ýmsum tónlistarverkefnum. Ármann sinnir einnig uppeldislegum skyldum og er deildarstjóri blásaradeildar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem hann stýrir einnig kammertónlist og nýstofnaðri sinfóníuhljómsveit skólans auk þess að kenna við Listaháskóla Íslands.