Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

UM TUF - eldra

Tónlistarhátíð unga fólksins

Tónlistarhátíð unga fólksins er hugmynd og framkvæmd ungra tónlistarnema. Markmið hátíðarinnar er að standa fyrir metnaðarfullum námskeiðum í tónlist og skapa vettvang fyrir ungt tónlistarfólk til að tjá list sína á tónleikum.

Fyrsta tónlistarhátíðin var haldin í ágúst 2008 á Menningarreit Kópavogs, en Kópavogur hefur verið aðalstyrktaraðili hátíðarinnar frá byrjun. Síðan 2008 hefur mikill fjöldi íslenskra sem erlendra tónlistarmanna komið fram á hátíðinni og aragrúi ungs tónlistarfólks tekið þátt, m.a. frá Suður Afríku, Kóreu, Japan, Taiwan, Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Hátíðin er nú einn umfangsmesti árlegi viðburður fyrir klassíska tónlist á Íslandi.

Frá upphafi hefur verið leitast við að sníða námskeiðin og dagskrána sem best að þörfum þátttakenda. Sérstök áhersla er nú lögð á kammertónlist en mikilvægi samspils í hljómsveit eða kammerhóp er afar mikilvægt í öllu tónlistarnámi. 

Allir þátttakendur takast á við hópverkefni sem felst í því að æfa upp verk á stuttum tíma og flytja það á tónleikum í Salnum í lok hátíðarinnar. Slík samvinna er bæði krefjandi og skemmtileg og getur haft gríðarlega hvetjandi áhrif á tónlistarnámið.

Til að gefa ungu tónlistarfólki víðari sýn á tónlistina er boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra þar sem mismunandi tónlistartengd málefni eru kynnt.

Að auki hefur undanfarin ár verið boðið upp á daglega tíma í jóga, auk vinnustofa í samtímatónlist og spuna. Þessar vinnustofur hafa opnað augu og eyru þátttakenda fyrir öðrum hliðum tónlistarnámsins sem margir hafa ekki komist í kynni við áður.

Teymi

  GUNNHILDUR DAÐADOTTIR VERKEFNISSTJÓRI

GUNNHILDUR DAÐADOTTIR
VERKEFNISSTJÓRI

  ELÍN ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR   VERKEFNISSTJÓRI

ELÍN ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR
VERKEFNISSTJÓRI

  GRÓA MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR   VERKEFNISSTJÓRI

GRÓA MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR
VERKEFNISSTJÓRI

  GUÐNÝ ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR STOFNANDI HÁTÍÐARINNAR

GUÐNÝ ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
STOFNANDI HÁTÍÐARINNAR

STAÐSETNING

Hátíðin fer fram í Tónlistarskóla Kópavogs, Salnum Kópavogi, Molanum ungmennahúsi og Tónlistarsafni Íslands.

STyrktar- og samstarfsaðilar hátíðarinnar