Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

kvartett.jpg

2018 - Kammertónlist

KAMMERTÓNLIST

Kammertónlist hefur frá upphafi verið mikilvægur þáttur í dagskrá Tónlistarhátíðar unga fólksins. Öllum þátttakendum á hljóðfæranámskeiðum hátíðarinnar er raðað í kammerhópa. Lögð er áhersla á að kammerhópar séu skipaðir nemenum á svipuðum aldri og að verkefnaval sé við hæfi hvers og eins. Hver kammerhópur æfir verk sjálfur og með kennara og flytur á tónleikum í lok hátíðarinnar.

Hver kammerhópur fær þrjár kennslustundur (3x45 mín) með kammermúsíkkennara auk þess sem allir kammerhópar fá tækifæri til að taka þátt í kammermasterklass og tónleikum í Salnum. Kennslu kammertónlistar annast kennarar á öðrum hljóðfæranámskeiðum.