Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Screen Shot 2015-06-28 at 12.42.42.png

Helga Þórarinsdóttir

Um helgu Þórarinsdóttir

Helga Þórarinsdóttir lærði á víólu í Royal Northern College of Music í Manchester og hjá George Neikrug í Boston. Hóf störf í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1980 og var leiðari í Víólum í 30 ár. Spilaði mikla kammertónlist og var í Hljómsveit Íslensku Óperunnar um árabil. Helga kenndi lengi við Tónlistarskólann í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Um langt árabil áhugamanneskja um Landsmót strengjasveita.

Helga lenti í slysi 2012 og lenti þá í hjólastól. Hún getur ekki spilað á víóluna sína, en kennir bæði á fiðlu, víólu og kammertónlist.

HELGA kennir námskeið á VÍÓLU

  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kennara og lokatónleikar í Salnum. Kennsla fer að mestu fram í Tónlistarskóla Kópavogs. Kennslustundir eru opnar til áheyrnar fyrir nemendur hátíðarinnar.
  • Þrjár kennslustundir (3×45 mín) með kammermúsík-kennara og lokatónleikar í Salnum.
  • Meðleikari (ef þarf).
  • Þátttaka í vinnustofum í samtímatónlist (hóptímar).
  • Þátttaka í jóga (hóptímar).
  • Hátíðarpassi. Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar (tónleikum, fyrirlestrum, fótboltamóti, grillveislu o.fl.).

Verð: 39.000 kr.
Staðfestingargjald með umsókn er 10.000 kr. sem dregst frá námskeiðsgjaldi.