Hafðu samband við okkur hér

 

 

Hamraborg
Kopavogur, Capital Region
Iceland

004915772712770

The Icelandic Chamber Music Festival in Kópavogur

Tónlistarhátíð unga fólksins

Tónlistarhátíð unga fólksins (TUF) stendur fyrir sumarnámskeiðum í hljóðfæraleik, kammertónlist og hljómsveitarleik, ætluð tónlistarnemendum í síðari hluta grunnnáms, miðnámi, framhaldsnámi og háskólanámi dagana 8.-19. ágúst 2018. Námskeiðin eru haldin í Tónlistarskóla Kópavogs og Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs.

Tónleikahald er mikilvægur þáttur í starfi TUF. Bæði fá allir nemendur tækifæri til að koma fram í Salnum og gefst um leið kostur á að hlusta á aðra nemendur. Einnig gefst nemendum kostur á að sækja tónleika atvinnutónlistarmanna, sem þjónar þeim tilgangi að veita ungum og upprennandi tónlistarmönnum innblástur og fyrirmyndir á vegferð sinni. Enn fremur stendur TUF fyrir tónleikasamkeppni þar sem áhersla er á að veita ungum tónlistarmönnum tækifæri til að koma fram á opinberum vettvangi.